Mikilvægur sigur hjá Atlético Madríd

Ángel Correa fagnar marki sínu í kvöld.
Ángel Correa fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Atlético Madríd steig skref í áttina að meistaratitlinum í spænsku knattspyrnunni í kvöld þegar liðið fékk Real Sociedad í heimsókn. 

Risarnir hjá Barcelona og Real Madríd hafa ef til vill gælt við þá hugsun að Atlético gæti tapað stigum í kvöld þar sem Real Sociedad er öflugt lið í 5. sæti deildarinnar. 

Svo fór þó ekki því Atletico komst snemma í 2:0 og vann 2:1. Yannick Carrasco og Ángel Correa skoruðu mörkin en Igor Zubeldia skoraði mark Sociedad. 

Atlético jók forskot sitt á toppnum og er með 80 stig eftir 36 leiki. Barcelona er með 76 stig en Real Madríd 75 stig eftir 35 leiki. Real getur því minnkað forskotið aftur niður í tvö stig þegar tvær umferðir verða eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert