Ari fór meiddur af velli

Ari Freyr Skúlason í landsleik.
Ari Freyr Skúlason í landsleik. AFP

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór meiddur af velli í dag þegar lið hans Norrköping tók á móti Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni.

Ari lenti í hörðu návígi við mótherja á 74. mínútu leiksins og var ekið af velli í hjólakerru. Ekki er ljóst hve slæm meiðslin eru.

Leikurinn endaði 1:1 en Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn á miðjunni hjá Norrköping. Lið þeirra er í öðru sæti deildarinnar með 11 stig eftir sex leiki, fjórum stigum á eftir toppliðinu Djurgården.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert