Brutu sóttvarnareglur eftir sigurleik

Ashley Young og Romelu Lukaku, sem heldur á þeim fyrrnefnda …
Ashley Young og Romelu Lukaku, sem heldur á þeim fyrrnefnda á myndinni, voru á meðal þeirra sem voru sektaðir fyrir að brjóta sóttvarnareglur. AFP

Fjórir leikmenn Ítalíumeistara Internazionale frá Mílanó brutu sóttvarnareglur þar í borg eftir 3:1 sigur liðsins gegn Roma í gærkvöldi.

Þetta eru þeir Romelu Lukaku, Ashley Young, Achraf Hakimi og Ivan Perisic. Þeir voru hluti af 23 manna hópi sem fór út að borða á hóteli eftir klukkan tíu um kvöldið.

Frá klukkan tíu um kvöldið til fimm að morgni er útgöngubann í Mílanó, sem er á svokölluðu gulu svæði. Voru leikmennirnir fjórir sektaðir af lögreglumönnum þegar þeir yfirgáfu hótelið.

Athyglisvert er að hefðu fjórmenningarnir ákveðið að gista á hótelinu yfir nóttina hefðu þeir ekki brotið neinar reglur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert