Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði eitt marka Rosenborg þegar liðið vann stórsigur á Viking frá Stavanger, 5:0, í norsku úrvalsdeildinni í Þrándheimi í kvöld.
Hólmar skoraði þriðja mark Rosenborg með skalla á 58. mínútu leiksins og hann lék allan tímann í vörn Þrándheimsliðsins.
Samúel Kári Friðjónsson var í liði Viking en þurfti að fara meiddur af velli á 27. mínútu. Þá var staðan enn 0:0.