Real skoraði fjögur

Leikmenn Real fagna í kvöld.
Leikmenn Real fagna í kvöld. AFP

Real Madrid er komið upp í annað sæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 4:1-útisigur á Granada í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. 

Real var með völdin í fyrri hálfleik því Luka Modric kom liðinu yfir á 17. mínútu og Rodrygo bætti við öðru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

Jorge Molina lagaði stöðuna fyrir Granada á 71. mínútu en Álvaro Odriozola og Karim Benzema gulltryggðu 4:1-sigur Real með mörkum á 75. og 76. mínútu. 

Atlético Madrid er enn á toppi deildarinnar með 80 stig, Real í öðru sæti með 78 stig og Barcelona í þriðja sæti með 76 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert