Sannfærandi sigur Dortmund í bikarúrslitum

Dortmund er þýskur bikarmeistari.
Dortmund er þýskur bikarmeistari. AFP

Dortmund er þýskur bikarmeistari í fótbolta eftir 4:1-sigur á Leipzig í bikarúrslitum í kvöld. Bikartitillinn er sá fimmti hjá Dortmund og sá fyrsti frá árinu 2017. 

Dortmund var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Jadon Sancho kom liðinu yfir strax á 5. mínútu. Erling Braut Haaland bætti við marki á 28. mínútu og Sancho bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Dortmund í uppbótartíma fyrri hálfleik. 

Dani Olmo lagaði stöðuna fyrir Leipzig á 71. mínútu en Haaland skoraði sitt annað mark og fjórða mark Dortmund á 87. mínútu og gulltryggði sigur liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert