Vejle og OB skildu jöfn, 2:2, í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld, en bæði lið hafa þegar bjargað sér frá falli.
Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB og hann lagði upp fyrra mark liðsins á Jørgen Skjelvik er hann jafnaði í 1:1.
Aron lék allan leikinn og Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 70. mínútu. OB er í þriðja sæti fallriðilsins með 37 stig þegar tveir leikir eru eftir af tímabilinu.