Spilar með Spánverjum á EM

Aymeric Laporte hefur leikið afar vel með Manchester City á …
Aymeric Laporte hefur leikið afar vel með Manchester City á leiktíðinni. AFP

FIFA hefur samþykkt að Aymeric Laporte verði löglegur með spænska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í sumar.

Laporte, sem er 26 ára, er fæddur í Frakklandi og spilaði fyrir yngri landslið þjóðarinnar. Hann hefur hins vegar aldrei leikið með aðalliðinu, þrátt fyrir að vera lykilmaður hjá Englandsmeisturum Manchester City.

Laporte er upp­al­inn hjá spænska fé­lag­inu At­hletic Bil­bao, sem er í Baska­héraðinu þar í landi. Fé­lagið er þekkt fyr­ir að gera þær kröf­ur til allra leik­manna sinna að þeir hafi basknesk­an bak­grunn til þess að fá að spila fyr­ir það.

Hann er ein­mitt með slík­an bak­grunn; amma Laporte og afi eru frá Baskalandi og því gat hann gengið til liðs við Bil­bao árið 2010. Þar með var hann einnig gjald­geng­ur til þess að sækja um spænskt vega­bréf, sem hann hef­ur nú fengið í hend­urn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert