United vill leikmann Real

Raphael Varane gæti farið til Manchester.
Raphael Varane gæti farið til Manchester. AFP

Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá franska varnarmanninn Raphael Varane frá Real Madrid að sögn enska miðilsins Mirror. 

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, er mjög spenntur að fá Varane við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar, en hinn 28 ára gamli Varane hefur verið hjá Real frá táningsaldri. 

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við spænska stórveldið og gæti verið falur á um 40 milljónir punda. Varane varð heimsmeistari með franska landsliðnu árið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert