Fyrsta markið frá 2019

Bjarni Mark Antonsson skoraði í dag.
Bjarni Mark Antonsson skoraði í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Brage mátti þola 1:2-tap á heimavelli gegn Norrby í sænsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Brage og hann kom liðinu yfir á 8. mínútu með sínu fyrsta marki frá árinu 2019.

Það dugði hins vegar skammt því Norrby skoraði tvö mörk. Bjarni lék fyrstu 61 mínútuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert