Willum kom inn á og skoraði sigurmarkið

Willum Þór Willumsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu á …
Willum Þór Willumsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu á EM í mars síðastliðnum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Willum Þór Willumsson reyndist hetja BATE Borisov þegar hann kom inn af varamannabekknum og skoraði sigurmarkið í 3:2 sigri liðsins gegn Rukh Brest í hvítrússnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Willum Þór kom inn á á 67. mínútu í stöðunni 1:2 fyrir Rukh Brest. Skömmu síðar jafnaði Stanislav Dragun metin í 2:2.

Á 83. mínútu skoraði Willum Þór svo sigurmark liðsins og tryggði liðinu öll stigin þrjú.

Um var að ræða fyrsta deildarmark hans á tímabilinu en áður var hann búinn að skora tvö mörk í fimm bikarleikjum.

BATE er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, níu stigum á eftir toppliði Shakhter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert