Evrópumeistarar í fyrsta sinn

Leikmenn Barcelona fagna sigrinum gegn Chelsea í Svíþjóð í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna sigrinum gegn Chelsea í Svíþjóð í kvöld. AFP

Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir stórsigur gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í kvöld.

Leiknum lauk með 4:0-sigri Barcelona en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Melanie Leupolz varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 1. mínútu og Alexia Putellas tvöfaldaði forystu Barcelona á 14. mínútu.

Aitana Binmati bætti við þriðja marki Barcelona á 21. mínútu áður en Caroline Hansen skoraði fjórða markið á 36. mínútu.

Kvennalið Barcelona var stofnað árið 1988 en liðið lék einnig til úrslita í Meistaradeildinni árið 2019 þar sem það tapaði 4:1-fyrir Lyon í úrslitaleik í Búdapest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert