Zidane yfirgefur Real öðru sinni

Zinedine Zidane mun yfirgefa Real Madríd í lok tímabilsins.
Zinedine Zidane mun yfirgefa Real Madríd í lok tímabilsins. AFP

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madríd, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu í lok yfirstandandi tímabils.

Samkvæmt spænska íþróttablaðinu Marca, sem hefur í gegnum árin haft nána tengingu við Real, lét Zidane leikmenn liðsins vita af ákvörðun sinni fyrir leik þess gegn Sevilla um síðustu helgi.

Samkvæmt Marca hafi Zidane hugsað sig vel og lengi um og að ákvörðun hans sé endanleg. Þetta er í annað skiptið sem Zidane mun láta af störfum sem stjóri Real, en það gerði hann líka í lok tímabilsins 2017/2018 áður en hann tók við að nýju tæpu ári síðar, í mars 2019.

„Stundum koma tímar þar sem þú þarft að vera til staðar og stundum koma tímar þar sem þú þarft að fara, öllum til tekna,“ sagði Zidane í gær fyrir leik dagsins gegn Real Madríd, þótt hann hafi ekki staðfest ákvörðun sína formlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert