Fyrirliðinn til Frakklands?

Sergio Ramos verður samningslaus í sumar.
Sergio Ramos verður samningslaus í sumar. AFP

Sergio Ramos, fyrirliði knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni, er sterklega orðaður við Frakklandsmeistara PSG þessa dagana.

Ramos verður samningslaus í sumar en hann hefur ekki náð að semja við forráðamenn Real Madrid um áframhaldandi samning hjá félaginu.

Miðvörðurinn, sem er 35 ára gamall, vill fá þriggja ára samning á Spáni en Marca greinir frá því að forráðamenn Real Madrid séu eingöngu tilbúnir að bjóða honum tveggja ára samning.

Sportsmail greinir frá því að PSG leiði kapphlaupið um spænska landsliðsfyrirliðann sem hefur verið á meðal bestu varnarmanna heims undanfarin ár.

Ramos sjálfur er sagður spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í Frakklandi en þar fengi hann sambærileg laun og hann þénar hjá Real Madrid.

Ramos gekk til liðs við Real Madrid frá Sevilla árið 2005 og hefur fimm sinnum orðið Spánarmeistari með liðinu og fjórum sinnum Evrópumeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert