Rúnar rúmenskur meistari

Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góðu gengi að fagna með …
Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góðu gengi að fagna með CFR Cluj. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Rúnar Már Sigurjónsson varð í kvöld rúmenskur meistari í knattspyrnu með CFR Cluj þegar lið hans sigraði Botosani á útivelli, 1:0, í næstsíðustu umferð úrslitakeppninnar um meistaratitilinn í Rúmeníu.

Rúnar lék fyrstu 75 mínúturnar á miðjunni hjá CFR en Andrei Burca skoraði sigurmarkið á 53. mínútu. 

Þetta er fjórða árið í röð sem CFR verður rúmenskur meistari en Rúnar kom til félagsins eftir áramótin frá Astana í Kasakstan. Þar varð hann einmitt kasakskur meistari í árslok 2019 og fagnar því sínum öðrum meistaratitli á rúmlega hálfu öðru ári.

Rúnar hefur leikið tólf deildaleiki frá því hann kom til CFR og skorað í þeim þrjú mörk en stuðningsmenn félagsins völdu hann besta leikmann liðsins í aprílmánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert