Íslenskur táningur framlengir við stórliðið

Hákon Arnar Haraldsson í leik með U19 ára landsliðinu.
Hákon Arnar Haraldsson í leik með U19 ára landsliðinu. Ljósmynd/UEFA

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur framlengt samning sinn við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn til ársins 2026. Þá verður hann í aðalliði félagsins frá og með næstu leiktíð samkvæmt heimasíðu félagsins.

Hákon, sem er 18 ára, hefur verið í herbúðum Kaupmannahafnarfélagsins frá árinu 2019 og leikið afar vel með unglingaliðum félagsins. Peter Petersen, íþróttastjóri félagsins, segir Hákon eiga möguleika á að fá hlutverk með aðalliðinu á næstu leiktíð.

Hákon hefur leikið 22 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert