Atlético Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn í fótbolta með 2:1-útisigri á Real Valladolid í dag. Titillinn er sá ellefti hjá félaginu og sá fyrsti frá árinu 2014.
Það byrjaði ekki vel fyrir Atlético því Óscar Plano kom Valladolid yfir á 18. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Ánggel Correa jafnaði fyrir Atlético á 57. mínútu og Luis Suárez gulltryggði titilinn með sigurmarkinu á 67. mínútu með sínu 21. deildarmarki á leiktíðinni.
Real hafnar í öðru sæti, tveimur stigum á eftir grönnum sínum, eftir 2:1-heimasigur á Villarreal. Yéremi Pino kom Villarreal yfir í fyrri hálfleik en Karin Benzema jafnaði á 87. mínútu og Luka Modric skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Þá gulltryggði Barcelona sér þriðja sætið með 1:0-útisigri á Eibar. Antoine Griezmann skoraði sigurmarkið á 81. mínútu.