SL Benfica tryggði sér í dag portúgalska meistaratitilinn í fótbolta með 3:0-útisigri á Sporting í hreinum úrslitaleik um efsta sæti deildarinnar.
Cloé Eyja Lacasse, sem lék í fimm ár með ÍBV og er með íslenskan ríkisborgararétt, skoraði annað mark Benfica og lék allan leikinn.
Cloé og liðsfélagar hennar unnu 13 af 14 leikjum og töpuðu aðeins einum. Endar liðið með 39 stig, fimm stigum meira en Sporting í öðru sæti.