Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður i fótbolta, lék ekki með PAOK er liðið tryggði sér gríska bikarmeistarameistaratitilinn í fótbolta í dag með 2:1-sigri á Olympiacos í úrslitaleik.
Sverrir hefur verið að glíma við hnémeiðsli og fór í uppskurð á dögunum til að fá bót meina sinna. Félagið greindi frá á Twitter. Sverrir var ekki í landsliðshópnum sem tilkynntur var í gær vegna meiðslanna.
PAOK vann í dag þriðja titilinn eftir að Sverrir gekk í raðir félagsins en liðið varð grískur meistari og bikarmeistari tímabilið 2018/19.