Bikarmeistari annað árið í röð

Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

BATE Borisov tryggði sér í dag hvítrússneska bikarinn í fótbolta með 2:1-sigri á Isloch í bikarúrslitum. 

Willum Þór Willumsson var ekki í leikmannahópi BATE í dag vegna meiðsla en liðið vann bikarinn annað árið í röð og í fimmta sæti alls. 

Liðið hefur ekki orðið hvítrússneskur meistari síðan Willum kom til félagsins en unnið titilinn fimmtán sinnum frá árinu 1999. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert