Einum sigri frá meistaratitlinum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er einum leik frá því að verða …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er einum leik frá því að verða þýskur meistari. Ljósmynd/FCBfrauen

Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir og stöllur í Bayern München geta orðið þýskir meistarar í lokaumferðinni sem fer fram eftir tvær vikur. Þær unnu 4:0-sigur á Leverkusen í næstsíðustu umferðinni í dag.

Bayern er því með 58 stig á toppi deildarinnar eftir 21 leik, tveimur stigum á undan Wolfsburg en liðin gerðu einmitt 1:1-jafntefli í síðustu umferð. Karólína byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn á á 81. mínútu í stöðunni 3:0. Wolfsburg vann sinn leik, 3:2, á útivelli gegn Frankfurt, til að halda lífi í toppbaráttunni en Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á á 79. mínútu í liði Frankfurt.

Úrslitin ráðast því í lokaumferðinni sem leikin verður 6. júní. Bayern fær þá Alexöndru og samherja í Frankfurt í heimsókn en Wolfsburg tekur á móti Werder Bremen. Wolfsburg hefur orðið þýskur meistari síðustu fjögur ár og alltaf hefur Bayern verið í öðru sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert