Góður útisigur hjá Gunnhildi

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í landsleik.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og samherjar hennar í Orlando Pride unnu í kvöld útisigur á North Carolina Courage, 2:1, í Cary í Norður-Karólinu í bandarísku atvinnudeildinni í knattspyrnu.

Bandarísku landsliðskonurnar Sydney Leroux og Alex Morgan komu Orlando tveimur mörkum yfir en Jessica McDonald minnkaði muninn fyrir Courage undir lokin. Gunnhildur lék allan leikinn á miðjunni hjá Orlando sem hefur þar með fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert