Juventus tryggði sér í kvöld fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar í fótbolta og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð með 4:1-útisigri á Bologna í lokaumferðinni.
Juventus byrjaði með látum og Federico Chiesa kom liðinu yfir á 6. mínútu og Álvaro Morata bætti við marki á 29. mínútu. Adrien Rabiot fullkomnaði góðan fyrri hálfleik gestanna með þriðja markinu á 45. mínútu.
Morata bætti við sínu öðru marki á 47. mínútu áður en Riccardo Orsolini lagaði stöðuna undir lokin fyrir Bologna. Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu hjá heimamönnum.
Napóli hefði getað náð fjórða sætinu með sigri á Hellas Verona en varð að gera sér að góðu 1:1-jafntefli. Amir Rrahmani kom Napólí í 1:0 á 60. mínútu en Davide Faraoni jafnaði á 69. mínútu og þar við sat.
Inter Mílanó er meistari með 91 stig, AC Milan í öðru sæti með 79 stig og Atalanta og Juventus í þriðja og fjórða sæti með 78 stig, einu stigi meira en Lazio.