Lagði upp mark í kveðjuleiknum

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp mark.
Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp mark. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Darmstadt vann 3:2-útisigur á Holstein Kiel í lokaumferð þýsku B-deildarinnar í fótbolta í dag. 

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp annað mark Darmstadt í líklega síðasta leik sínum hjá liðinu en hann mun að öllum líkindum ganga í raðir Schalke eftir leiktíðina. 

Darmstadt endar í sjöunda sæti deildarinnar með 51 stig úr 34 leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert