Arnór Ingvi Traustason lék sinn sjötta leik með bandaríska knattspyrnufélaginu New England Revolution í nótt og lagði upp tvö mörk í 3:1-sigri á New York Red Bulls.
New England Revolution gekk frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum frá Malmö í mars og var hann í byrjunarliðinu í dag. Eftir að gestirnir komust í forystu snemma leiks lagði Arnór Ingvi upp tvö mörk á samherja sína fyrir hlé, fyrst skoraði Gustavo Bou á 36. mínútu og næst Tajon Buchanan á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Arnór fór svo af velli á 61. mínútu en New England er á toppi austurdeildarinnar með 14 stig eftir sjö umferðir. Þá var Guðmundur Þórarinsson í liði New York City sem tapaði 2:1 á heimavelli gegn Columbus Crew. Guðmundur lék fyrstu 86 mínúturnar í liði New York sem situr í 3. sæti deildarinnar með átta stig eftir sex umferðir.