Skipti um treyju við dómarann

Haaland í dómaratreyjunni eftir leik.
Haaland í dómaratreyjunni eftir leik. AFP

Norski markahrókurinn Erling Braut Haaland skoraði tvívegis í 3:1-sigri Dortmund á Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Eftir leik var sérstök athöfn. 

Haaland fór upp að dómara leiksins, Manuel Grafe, og skipti við hann um treyju en Grafe var að dæma sinn síðasta leik. 

Dortmund tryggði sér þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og átti Haaland stóran þátt í því þar sem Norðmaðurinn hefur skorað 47 mörk í 49 leikjum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert