„Það var gert lítið úr mér“

Luis Su­árez fagnar hér markinu sem gull­tryggði titil­inn í gær.
Luis Su­árez fagnar hér markinu sem gull­tryggði titil­inn í gær. AFP

Knattspyrnumaðurinn Luis Suárez hefur skotið á fyrrverandi félaga sína í Barcelona eftir að hann hjálpaði Atlético Madríd að verða spænskur meistari í fyrsta sinn í sjö ár í gær.

Úrúgvæinn skoraði sigurmark Atlético í 2:1-sigri á Valladolid til að innsigla spænska meistaratitilinn en hann kom til liðsins frá Barcelona fyrir leiktíðina. Suárez skoraði 195 mörk á sex árum hjá Barcelona en forráðamenn félagsins vildu losna við hann síðasta sumar.

Framherjinn er 34 ára en skaut gömlu atvinnuveitendum sínum ref fyrir rass í vetur og skoraði 21 mark í deildinni. „Margir hafa þurft að þjást með mér, konan mín og börnin sérstaklega,“ sagði Suárez við spænska miðilinn Marca eftir leikinn.

„Það var gert lítið úr mér en Atlético opnaði hurðina og gaf mér tækifæri, ég er þakkátur fyrir það,“ bætti hann við en gömlu félagarnir í Barcelona urðu að láta sér 3. sætið duga, liðið endaði sjö stigum fyrir aftan meistaralið Atlético.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert