Aron Elís lagði upp í öruggum sigri

Aron Elís Þrándarson fagnar marki í leik með OB fyrr …
Aron Elís Þrándarson fagnar marki í leik með OB fyrr á tímabilinu. Ljósmynd/@totalfl

Aron Elís Þrándarson lagði upp fyrsta mark OB þegar liðið vann öruggan 4:0 stórsigur gegn Horsens í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Bashkim Kadrii fór á kostum fyrir OB og skoraði þrennu. Aron Elís lagði upp fyrsta mark hans og liðsins á 35. mínútu í dag. Þremur mínútum síðar tvöfaldaði Issam Jebali forystuna og var staðan því 2:0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik bætti Kadrii svo við tveimur mörkum og 4:0 sigur niðurstaðan gegn Horsens, sem var þegar fallið niður í dönsku B-deildina.

Aron Elís lék allan leikinn á miðjunni hjá OB í dag en Sveinn Aron Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert