Frá Napoli til Fiorentina

Gennaro Gattuso er mættur til Flórens.
Gennaro Gattuso er mættur til Flórens. AFP

Gennaro Gattuso hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Fiorentina í ítölsku A-deildinni. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Gattuso, sem er 43 ára gamall, lét af störfum hjá ítalska A-deildarfélaginu Napoli í gær eftir tö ár í starfi en hann hefur meðal annars stýrt Palermo og AC Milan á þjálfaraferli sínum.

Napoli hafnaði í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili með 77 stig, stigi minna en Juventus, og rétt missti af Meistaradeildarsæti í lokaumferð deildarinnar.

Gattuso tekur við Fiorentina af Giuseppe Iachini sem lét af störfum eftir tímabilið en Fiorentina hafnaði í þrettánda sæti A-deildarinnar með 40 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert