Kaj Leo í landsliðshópi Færeyja

Kaj Leo í Bartalsstovu leikur með Íslandsmeisturum Vals.
Kaj Leo í Bartalsstovu leikur með Íslandsmeisturum Vals. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Kaj Leo i Bartalsstovu, leikmaður Vals, er í landsliðshópi Færeyja sem mætir Íslandi í vináttulandsleik hinn 4. júní í Þórshöfn í Færeyjum en landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.

Gunnar Nielsen, markvörður FH, er ekki í hópnum að þessu sinni en Kaj Leo er eini leikmaðurinn í hópnum sem leikur á Íslandi.

René Joensen, Sonni Ragnar Nattestad og Brandur Olsen eru allir í hópnum en þeir hafa allir leikið á Íslandi.

Landsliðshópur Færeyja:

Teitur Matras Gestsson, HB
Tórður Thomsen, NSÍ
Mattias Heðinsson Lamhauge, B36
Gilli Rólantsson Sørensen, Odd 
Rene Shaki Joensen, HB
Viljormur Davidsen, Vejle 
Ári Mohr Jónsson, Sandnes ULF 
Sonni Ragnar Nattestad, Dundalk
Odmar Færø, KÍ
Heini Vatnsdal, KÍ
Rógvi Baldvinsson, Bryne 
Sølvi Vatnhamar, Víkingur
Kaj Leo í Bartalsstovu, Valur
Meinhard Egilsson Olsen, Bryne 
Gunnar Vatnhamar, Víkingur
Brandur Hendriksson Olsen, Helsingborg 
Heðin Hansen, HB
Tróndur Jensen, NSÍ
Hallur Hansson, Horsens
Petur Knudsen, NSÍ
Klæmint Andrasson Olsen, NSÍ
Jóan Símun Edmundsson, Arminia Bielefeld 
Andreas Lava Olsen, Víkingur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert