Leicester að fá franskan meistara

Boubakary Soumaré, til hægri, átti afar gott tímabil með Lille.
Boubakary Soumaré, til hægri, átti afar gott tímabil með Lille. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City er nálægt því að ganga frá kaupum á hinum 22 ára knattspyrnumanni Boubakary Soumaré frá Lille í Frakklandi. Kaupverðið er um 18 milljónir punda.

Soumaré hefur mikinn áhuga á að fara til Leicester þar sem landi hans Wesley Fofana hefur slegið í gegn síðustu mánuði.

Lille varð óvænt franskur meistari í vetur eftir harða baráttu við París SG. Soumaré lék 32 leiki á tímabilinu en tókst ekki að skora. Honum hefur verið líkt við N‘Golo Kanté, sem fyrst sló í gegn hjá Leicester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert