Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City er nálægt því að ganga frá kaupum á hinum 22 ára knattspyrnumanni Boubakary Soumaré frá Lille í Frakklandi. Kaupverðið er um 18 milljónir punda.
Soumaré hefur mikinn áhuga á að fara til Leicester þar sem landi hans Wesley Fofana hefur slegið í gegn síðustu mánuði.
Lille varð óvænt franskur meistari í vetur eftir harða baráttu við París SG. Soumaré lék 32 leiki á tímabilinu en tókst ekki að skora. Honum hefur verið líkt við N‘Golo Kanté, sem fyrst sló í gegn hjá Leicester.