Tékkneski knattspyrnumaðurinn Ondrej Kudela verður ekki með þjóð sinni á EM í sumar vegna tíu leikja banns sem UEFA úrskurðaði hann í fyrir kynþáttaníð í garð Glen Kamara, leikmanns Rangers frá Skotlandi.
Atvikið átti sér stað þegar Rangers og Slavia Prag mættust í Evrópudeildinni fyrr á leiktíðinni.
Kudela áfrýjaði úrskurðinum, en áfrýjuninni var vísað frá í dag og leikbannið staðfest. Tékkar eru með Króatíu, Skotlandi og Englandi í D-riðli á mótinu.