Ráðist á stuðningsmenn United

Stuðningsmenn Manchester United syngja í Gdansk.
Stuðningsmenn Manchester United syngja í Gdansk. AFP

Ráðist var á stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United á bar í Gdansk í Póllandi í gærkvöldi. United mætir spænska liðinu Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld í pólsku borginni. 

Að sögn vitnis sem ræddi við Sky Sports mætti hópur grímuklæddra manna á ölhúsið og réðst á stuðningsmenn með höggum og spörkum auk þess sem þeir köstuðu glerflöskum. 

„Einn af þeim kom upp að mér og ýtti mér í jörðina og traðkaði nokkrum sinnum á mér á meðan ég lá á götunni. Sem betur fer kom pabbi minn mér til bjargar,“ sagði annar stuðningsmaður enska félagsins við sama miðil. 

Enska félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að það muni aðstoða stuðningsmennina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert