Zidane hættir með Real

Zinedine Zidane mun yfirgefa Real Madrid.
Zinedine Zidane mun yfirgefa Real Madrid. AFP

Zinedine Zidane hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid. Fabrizio Romano á Sky á Ítalíu greinir frá. 

Real vann ekki einn einasta titil á nýafstöðnu tímabili en Zidane hefur í þrígang gert Real Madrid að Evrópumeisturum og tvisvar af spænskum meisturum. 

Massimiliano Allegri og Antonio Conte, sem hætti með Inter Mílanó í dag, eru taldir líklegastir til að taka við af Zidane. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert