Zinedine Zidane hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid. Fabrizio Romano á Sky á Ítalíu greinir frá.
Real vann ekki einn einasta titil á nýafstöðnu tímabili en Zidane hefur í þrígang gert Real Madrid að Evrópumeisturum og tvisvar af spænskum meisturum.
Massimiliano Allegri og Antonio Conte, sem hætti með Inter Mílanó í dag, eru taldir líklegastir til að taka við af Zidane.