Venezia frá Feneyjum tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild Ítalíu í fótbolta með 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Cittadella. Venezia vann heimaleikinn 1:0 og einvígið því 2:1.
Federico Proia kom Citadella yfir á 26. mínútu og vont varð verra fyrir Venezia þegar Pasquale Mazzocchi fékk tvö gul spjöld á 36. mínútu og þar með rautt.
Þrátt fyrir að vera manni færri skoraði Riccardo Bocalon í uppbótartíma og tryggði Venezia sæti í efstu deild.
Bjarki Steinn Bjarkason var allan tímann á varamannabekk Venezia en Óttar Magnús Karlsson er frá keppni vegna meiðsla.