Alaba orðinn leikmaður Real Madríd

David Alaba á æfingu með austurríska landsliðinu í dag.
David Alaba á æfingu með austurríska landsliðinu í dag. AFP

Austurríski knattspyrnumaðurinn David Alaba er kominn til spænska félagsins Real Madríd. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu rétt í þessu.

Þar kemur fram að Alaba, sem er 28 ára, semji við Madrídinga til næstu fimm ára. Hann kemur á frjálsri sölu frá Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Alaba verður formlega kynntur sem leikmaður Real að loknu EM í sumar, þar sem hann verður í eldlínunni með austurríska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka