Hófu EM-undirbúninginn með sjö mörkum

Matteo Politano fagnar eftir að hafa skorað annað tveggja marka …
Matteo Politano fagnar eftir að hafa skorað annað tveggja marka sinna fyrir Ítali í kvöld. AFP

Ítalir fóru létt með nágranna sína í San Marino í kvöld þegar þjóðirnar mættust í vináttulandsleik karla í fótbolta í Cagliari á eyjunni Sardiníu.

Roberto Mancini hóf lokaundirbúning ítalska liðsins fyrir úrslitakeppni EM í sumar með þessum leik en hann endaði 7:0 eftir að staðan var 2:0 í hálfleik.

Það tók Ítali hálftíma að brjóta granna sína á bak aftur en Federico Bernardeschi skoraði á 31. mínútu og Gian Marco Ferrari tveimur mínútum síðar. 

Í seinni hálfleik skoruðu Matteo Politano og Matteo Pessina t vö mörk hvor og Andrea Belotti eitt.

Ítalir mæta Tyrkjum í fyrsta leik sínum í lokakeppni EM 11. júní og mæta síðan Sviss 16. júní og Wales 20. júní. Allir leikirnir fara fram á Ólympíuleikvanginum í Róm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka