Ilkay Gündogan, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City, þurfti að hætta fyrr á æfingu í dag vegna meiðsla á læri.
Þessu greinir John Murray, íþróttablaðamaður hjá BBC, frá á twitteraðgangi sínum.
Gündogan hefur leikið afar vel á tímabilinu og því ljóst að um mikinn missi yrði að ræða fyrir Man City verði hann ekki leikfær annað kvöld, þegar liðið mætir löndum sínum í Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Porto í Portúgal.
Breiddin er þó mikil hjá Man City og því mætti vænta þess að Rodri, Kevin De Bruyne og Fernandinho myndi þriggja manna miðju liðsins á morgun ef Gündogan nær ekki leiknum.