Chelsea er Evrópumeistari

Cesar Azpilicueta lyfti Evrópubikarnum við gríðarleg fagnaðarlæti leikmanna Chelsea og …
Cesar Azpilicueta lyfti Evrópubikarnum við gríðarleg fagnaðarlæti leikmanna Chelsea og 6 þúsund stuðningsmanna félagsins sem voru á leiknum í Porto. AFP

Chelsea er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 1:0-sigur á Manchester City í úrslitaleik í Porto í kvöld. Kai Havertz skoraði sigurmarkið á 42. mínútu. 

Chelsea spilaði gríðarlega vel og City skapaði sér lítið sem ekkert af færum gegn skipulögðu Chelsea-liði. 

Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik kom sigurmarkið þegar Havertz slapp inn fyrir vörn City eftir sendingu frá Mason Mount, lék á Ederson í marki City og skoraði í autt markið. 

Eftir markið spilaði Chelsea skipulagðan og góðan fótbolta og sóknarmenn City náðu ekki skapa sér neitt. Chelsea var nær því að bæta við marki því Christian Pulisic komst einn í gegn í seinni hálfleik en setti boltann rétt framhjá. 

Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Chelsea er Evrópumeistari í annað skipti. 

Kai Havertz skoraði sigurmarkið.
Kai Havertz skoraði sigurmarkið. AFP
Man. City 0:1 Chelsea opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sjö mínútur í uppbótartíma. Það er nóg eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka