Bandaríska knattspyrnufélagið Inter Miami hefur verið sektað um tvær milljónir bandaríkjadollara en um er að ræða hæstu sekt sem félag í atvinnumannadeildinni hefur fengið.
David Beckham, stofnandi og eigandi Inter Miami, braut reglur sem nefndar voru í höfuðið á honum sjálfum er félagið samdi við franska miðjumanninn Blaise Matuidi fyrir síðustu leiktíð. Hvert félag má semja við þrjá leikmenn sem telja ekki til launaþaksins í bandarísku deildinni. Reglugerðin var sett á er Beckham kom til Los Angeles Galaxy árið 2007 og er þekkt sem Beckham-reglan.
Inter Miami hafði þegar samið við Gonzalo Higuaín, Rodolfo Pizarro og Mathias Pellegrini og skráð þá sem svo kallaða TAM-leikmenn, en laun þeirra leikmanna telja ekki þegar kemur að launaþakinu, áður en félagið samdi við Mathuidi og varð hann þá fjórði leikmaðurinn.
Úrskurðarnefnd deildarinnar hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að sekta félagið fyrir þetta reglubrot.