Félag Beckhams fær metháa sekt

David Beckham á betri stundu.
David Beckham á betri stundu. AFP

Bandaríska knattspyrnufélagið Inter Miami hefur verið sektað um tvær milljónir bandaríkjadollara en um er að ræða hæstu sekt sem félag í atvinnumannadeildinni hefur fengið.

Dav­id Beckham, stofn­andi og eig­andi In­ter Miami, braut regl­ur sem nefnd­ar voru í höfuðið á hon­um sjálf­um er fé­lagið samdi við franska miðju­mann­inn Blaise Matuidi fyr­ir síðustu leiktíð. Hvert fé­lag má semja við þrjá leik­menn sem telja ekki til launaþaks­ins í banda­rísku deild­inni. Reglu­gerðin var sett á er Beckham kom til Los Ang­eles Galaxy árið 2007 og er þekkt sem Beckham-regl­an.

In­ter Miami hafði þegar samið við Gonzalo Higu­aín, Rod­ol­fo Piz­arro og Mat­hi­as Pell­egrini og skráð þá sem svo kallaða TAM-leik­menn, en laun þeirra leik­manna telja ekki þegar kem­ur að launaþak­inu, áður en fé­lagið samdi við Mat­huidi og varð hann þá fjórði leikmaður­inn.

Úrskurðarnefnd deildarinnar hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að sekta félagið fyrir þetta reglubrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka