Táraðist við að sjá pabba í stúkunni

Mason Mount fagnar í leikslok.
Mason Mount fagnar í leikslok. AFP

„Það er ómögulegt að setja það í orð hvernig mér líður,“ sagði Mason Mount, miðjumaður Chelsea, í samtali við BT Sports eftir að liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn með 1:0-sigri á Manchester City í Porto í kvöld. 

„Fyrir leikinn hafði ég spilað tvo úrslitaleiki með Chelsea og tapað þeim báðum. Það var sárt og draumurinn var að vinna titil með Chelsea. Þetta er mjög sérstök tilfinning og við erum besta lið í heimi,“ sagði hann. 

Mount hrósaði Chelsea og viðurkenndi í kjölfarið að hann hafi orðið tilfinningaríkur þegar hann sá pabba sinn í stúkunni eftir leik. 

„Manchester City er með ótrúlegt lið og það sést í deildinni. Þetta var erfiður leikur og við þurftum að verjast mikið. Við lögðum allt undir og unnum. Ég táraðist við að sjá pabba í stúkunni,“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka