Jón Guðni bikarmeistari eftir vítakeppni

Jón Guðni Fjóluson er sænskur bikarmeistari.
Jón Guðni Fjóluson er sænskur bikarmeistari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Guðni Fjólu­son og félagar í Hammarby eru sænskir bikarmeistarar í knattspyrnu eftir sigur í vítakeppni gegn Häcken í úrslitaleiknum.

Íslenski landsliðsmaðurinn var í byrjunarliðinu og spilaði allar 120 mínútur leiksins og mætti löndum sínum. Oskar Tor Sverrisson var í byrjunarliði Häcken en tekinn af velli á 96. mínútu, inn fyrir hann kom Valgeir Lunddal Friðriksson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert