Með brákað nef og áverka á auga

Kevin De Bruyne fór skaddaður af velli eftir áreksturinn í …
Kevin De Bruyne fór skaddaður af velli eftir áreksturinn í gær. AFP

Knattspyrnumaðurinn Kevin de Bruyne fór meiddur af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi eftir harkalegt samstuð við Antonio Rudiger er Chelsea vann 1:0-sigur á Manchester City.

Belginn var tekinn af velli á 60. mínútu í stöðunni 1:0 og yfirgaf völlinn í Porto grátandi. Í morgun birti hann svo skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter og sagðist hafa það gott miðað við aðstæður. Miðjumaðurinn er með brákað nef og áverka á auga.

Belgía hefur keppni á Evrópumeistaramótinu eftir tvær vikur er liðið mætir Rússlandi í fyrsta leik, 12. júní. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, vonast væntanlega til þess að De Bruyne verði klár í slaginn enda einn besti leikmaður liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka