Pochettino biðst lausnar

Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. AFP

Knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino vill rifta samningi sínum við franska stórliðið PSG en hann tók við starfinu um síðustu áramót og er samningsbundinn í París í eitt ár til viðbótar.

Miðillinn Goal fullyrðir að Argentínumaðurinn hafi beiðst lausnar frá starfi sínu hjá PSG og vilji nú ræða við spænska liðið Real Madríd sem leitar að nýjum þjálfara eftir að Zinedine Zidane hætti nýlega.

Pochettino var fyrr í vikunni sagður vera í viðræðum við Tottenham um að taka við liðinu á nýjan leik en hann er þó áhugasamari um þjálfarastöðuna hjá spænska stórliðinu sem endaði í öðru sæti efstu deildarinnar á eftir nágrönnum sínum í Atlético Madríd. Pochett­ino stýrði Totten­ham frá 2014 til 2019 og fór meðal ann­ars með liðið í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar­inn­ar árið 2019 sem fé­lagið tapaði 2:0-fyr­ir Li­verpool í úr­slita­leik í Madríd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka