Sara þarf væntanlega að sætta sig við silfur

Sara Björk Gunnarsdóttir er ófrísk og leikur því ekki með …
Sara Björk Gunnarsdóttir er ófrísk og leikur því ekki með Lyon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lyon og PSG mættust í kvöld í leik sem gat skorið um hvort liðið myndi fagna Frakklandsmeistaratitlinum í fótbolta í kvennaflokki. Lokatölur urðu 0:0 og er PSG langt komið með að vinna titilinn í fyrsta skipti.

Lyon hefur haft mikla yfirburði síðustu ár og í raun unnið franska meistaratitilinn á hverju ári frá 2007.

PSG er nú með 59 stig, 19 sigra í 21 leik og tvö jafntefli. Lyon er  með 58 stig fyrir lokaumferðina þar sem PSG nægir sigur gegn Dijon í áttunda sæti. 

Sara Björk Gunnarsdóttir er ófrísk og lék ekki með Lyon en Sara lék tólf deildarleiki á tímabilinu og skoraði þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka