Ítalir urðu í dag síðastir til að tilkynna leikmannahóp sinn fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem hefst 11. júní.
Þeir tilkynntu 28 manna hóp en þurfa að vera búnir að skera hann niður í 26 í síðasta lagi á morgun, 1. júní.
Aðeins fjórir í hópnum leika utan Ítalíu og þeir spila með tveimur liðum. Jorginho og Emerson Palmieri með Chelsea og þeir Alessandro Florenzi og Marco Verratti með París SG.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir: Gianluigi Donnarumma (Milan), Alex Meret (Napoli), Salvatore Sirigu (Torino)
Varnarmenn: Francesco Acerbi (Lazio), Alessandro Bastoni (Inter), Leonardo Bonucci (Juventus), Giorgio Chiellini (Juventus), Giovanni Di Lorenzo (Napoli), Emerson Palmieri (Chelsea), Alessandro Florenzi (Paris), Gianluca Mancini (Roma), Leonardo Spinazzola (Roma), Rafael Toloi (Atalanta)
Miðjumenn: Nicolò Barella (Inter), Bryan Cristante (Roma), Jorginho (Chelsea), Manuel Locatelli (Sassuolo), Lorenzo Pellegrini (Roma), Matteo Pessina (Atalanta), Stefano Sensi (Inter), Marco Verratti (Paris)
Sóknarmenn: Andrea Belotti (Torino), Domenico Berardi (Sassuolo), Federico Bernardeschi (Juventus), Federico Chiesa (Juventus), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli), Matteo Politano (Napoli)
Ítalir mæta Tyrkjum í fyrsta leik riðlakeppninnar og jafnframt upphafsleik EM í Róm 11. júní. Hin tvö liðin í riðlinum eru Sviss og Wales.