Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson leikur ekki með norska knattspyrnuliðinu Molde næstu mánuðina en hann hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla í baki.
Björn kom til Molde frá Lilleström í vetur en náði aðeins að taka þátt í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur misst af fimm síðustu leikjum. Hann hefur glímt við bakmeiðslin í nokkur ár.
Björn er þrítugur og lék áður með Rostov í Rússlandi, APOEL á Kýpur, Wolves á Englandi og FC Köbenhavn í Danmörku en spilaði einnig áður með Lilleström og Molde. Hann sneri aftur til Noregs í ágúst á síðasta ári.
Björn Bergmann Sigurðarson had a successful back operation. Now rehabilition starts 🇮🇸👊 pic.twitter.com/QJunIC5i2v
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 31, 2021