Missir Ísland af landsliðskonu til Noregs?

Amanda Andradóttir samdi við Vålerenga í vetur.
Amanda Andradóttir samdi við Vålerenga í vetur. Ljósmynd/Vålerenga

Amanda Andradóttir, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, hefur verið valin í U19 ára landsliðshóp Noregs í knattspyrnu.

Amanda hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, U16 og U17 ára, og skoraði fyrir þau 10 mörk í 12 leikjum á árinu 2020.

Hún lék með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta ári, aðeins 16 ára gömul, en gekk til liðs við Noregsmeistara Vålerenga í vetur. Þar hefur hún byrjað mjög vel og verið í byrjunarliðinu í tveimur fyrstu leikjum Óslóarliðsins á tímabilinu.

Amanda á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Andri Sigþórsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður, er faðir hennar og föðurbróðirinn Kolbeinn Sigþórsson hefur verið landsliðsmaður Íslands um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert