Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne þarf ekki á aðgerð að halda vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á laugardaginn var.
De Bruyne fór meiddur af velli eftir samstuð við Antonio Rüdiger, varnarmann Chelsea, og var óttast að hann yrði ekki með á Evrópumótinu.
Þrátt fyrir nefbrot og áverka á augnbotni verður De Bruyne klár í slaginn með Belgum sem eru með Dönum, Finnum og Rússum í riðli á mótinu.