Spænski risinn í Real Madrid hefur mikinn áhuga á að ráða Carlo Ancelotti til starfa sem knattspyrnustjóra liðsins. Ancelotti stýrði Real frá 2013 til 2015 og gerði liðið að Evrópumeistara ári 2014.
Hann varð einnig spænskur bikarmeistari og heimsmeistari félagsliða með Real en honum var vikið frá störfum eftir heilt tímabil án titils. Þrátt fyrir það vill Real ráða Ítalann aftur til starfa í stað Zinedine Zidane sem sagði upp störfum á dögunum.
Ancelotti var að klára sitt fyrsta heila tímabil með Everton en liðið olli vonbrigðum og hafnaði í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton.